FORVALI vegna framkvæmda við nýtt knattspyrnuhús, sem ráðgert er að reisa í Grafarvogi við Víkurveg er lokið, en alls munu 5 aðilar fá að taka þátt í útboðinu.
FORVALI vegna framkvæmda við nýtt knattspyrnuhús, sem ráðgert er að reisa í Grafarvogi við Víkurveg er lokið, en alls munu 5 aðilar fá að taka þátt í útboðinu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigfús Jónsson, forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar.

Um er að ræða einkaframkvæmd þar sem verktakinn bæði byggir húsið og sér um rekstur þess. Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður vegna framkvæmdanna verði um hálfur milljarður króna.

Þeir verktakar sem taka þátt í útboðinu eru: Járnbending ehf., TSH ehf. og Inn-sport ehf. ÍAV hf. og Ármannsfell hf. Ístak hf. og Nýsir hf. Eykt hf. Sveinbjörn Sigurðsson hf.Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR), sagði að verið væri að vinna að útboðslýsingu og að gert væri ráð fyrir að henni yrði skilað til verktakanna í næstu viku. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða hversu langan tíma verktakarnir fengju til að vinna að og skila inn tilboðum og því væri óljóst hvenær framkvæmdir myndu hefjast.