Í dag, fimmtudag, hefst svínakjötsútsala í verslunum Nýkaups. Um er að ræða 16-18 tonn af fyrsta flokks, fersku svínakjöti og að sögn Árna Ingvarssonar, innkaupastjóra hjá Nýkaupi, er búist við að þessar birgðir endist fram að helgi.
Í dag, fimmtudag, hefst svínakjötsútsala í verslunum Nýkaups. Um er að ræða 16-18 tonn af fyrsta flokks, fersku svínakjöti og að sögn Árna Ingvarssonar, innkaupastjóra hjá Nýkaupi, er búist við að þessar birgðir endist fram að helgi.

Hann segir að framleiðandinn sem Nýkaup kaupir af svínakjöt hafi átt töluvert umframmagn af fersku kjöti og vegna hagstæðra samninga sem náðust sé nú unnt að bjóða kjötið á lægra verði en ella. Verðlækkunin er frá 22% og upp í 42%.

Sem dæmi má nefna að svínakótelettur lækka úr 1.049 krónum kílóið í 749 krónur. Þá kostar svínahnakki með beini 499 krónur kílóið en kostaði áður 859 krónur. Svínarifjasteik lækkar úr 398 krónum kílóið í 259 krónur.