ÞÝSKA menningarmiðstöðin Goethe-Zentrum á Lindargötu 46 hefur sýningar á röð níu þýskra kvikmynda fimmtudaginn 27. janúar. Myndirnar, sem allar eru með enskum texta, verða yfirleitt sýndar annan hvern fimmtudag kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. 27.
ÞÝSKA menningarmiðstöðin Goethe-Zentrum á Lindargötu 46 hefur sýningar á röð níu þýskra kvikmynda fimmtudaginn 27. janúar. Myndirnar, sem allar eru með enskum texta, verða yfirleitt sýndar annan hvern fimmtudag kl. 20.30.

Aðgangur er ókeypis.

27. janúar verður sýnd "Die Brücke" frá árinu 1959. Leikstjóri er Bernhard Wicki sem nú er nýlátinn. Þessi umdeilda og vægðarlausa stríðsmynd, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin og var tilnefnd til Óskarsverðlauna, segir frá 16 ára piltum sem kallaðir eru í þýska herinn undir lok seinni heimsstyrjaldar og er fengið vonlaust hlutverk.