HALDIN verða hugleiðslunámskeið á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar dagana 27.-30. janúar. Kennd verða grundvallaratriði hugleiðslu og hvernig hún getur hjálpað fólki í daglega lífinu. Kennt verður eftirfarandi daga: Fimmtudaginn 27. janúar kl.
HALDIN verða hugleiðslunámskeið á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar dagana 27.-30. janúar. Kennd verða grundvallaratriði hugleiðslu og hvernig hún getur hjálpað fólki í daglega lífinu.

Kennt verður eftirfarandi daga: Fimmtudaginn 27. janúar kl. 20-22, föstudaginn 28. janúar kl. 20-22, laugardaginn 29. janúar kl. 15-17, sunnudaginn 30. janúar kl. 10-12 og kl. 15-17.

Námskeiðin fara fram í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, við hliðina á Gerðubergi. Þátttaka á námskeiðunum er ókeypis.