Öllum að óvörum hefur Lou Reed, rokkari frá New York, tilkynnt að hann ætli í tónleikaferðalag um Bretland til þess að kynna væntanlega plötu sína sem ber nafnið "Ecstasy".
Öllum að óvörum hefur Lou Reed, rokkari frá New York, tilkynnt að hann ætli í tónleikaferðalag um Bretland til þess að kynna væntanlega plötu sína sem ber nafnið "Ecstasy". Er þetta fyrsta plata Reed í fjögur ár og því eflaust margir gamlir aðdáendur farnir að bíða eftir nýjum lögum kappans.

Það er annars mikið að gera hjá Reed þessa dagana því leikrit hans, "Poetry", verður frumsýnt í Hamborg í byrjun næsta mánaðar.