STURLA Böðvarsson samgönguráðherra, hefur kynnt frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag ferðamála, sem felur í sér að nám í Leiðsöguskólanum heyri framvegis undir menntamálaráðuneytið.
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra, hefur kynnt frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag ferðamála, sem felur í sér að nám í Leiðsöguskólanum heyri framvegis undir menntamálaráðuneytið.

Ráðherra sagði að samkvæmt lögum hefði það verið verkefni ferðamálaráðs að hafa með höndum nám leiðsögumanna, og þarf með hefði það heyrt undir Samgönguráðaneytið. Frumvarpið sem hann hefði kynnt ríkisstjórninni gerði ráð fyrir að kennslan færðist yfir til menntamálaráðuneytisins. "Þetta hefur í raun verið hjá báðum ráðuneytunum og valdið óþægindum en nú verður það í skólakerfinu og verður eins og annað nám," sagði Sturla. Ráðuneyti samgöngumála telur sig eiga mjög erfitt með að hafa forræði á máli sem að meginstefnu snýst um menntun. Það telur núverandi fyrirkomulag óviðunandi og valdi ´þeim , sem telja að á sér hafi verið brotið, óþolandi óöryggi.