Verkið: Eldborg 1999. Olía á striga. 40x40 sm.
Verkið: Eldborg 1999. Olía á striga. 40x40 sm.
SIGRÚN Eldjárn mun opna sýningu á málverkum í Is-Kunst gallerí í Osló laugardaginn 29. janúar nk. Um er að ræða 25 olíumálverk, flest máluð á síðasta ári en tvö á þessu.
SIGRÚN Eldjárn mun opna sýningu á málverkum í Is-Kunst gallerí í Osló laugardaginn 29. janúar nk. Um er að ræða 25 olíumálverk, flest máluð á síðasta ári en tvö á þessu. Viðfangsefni verkanna er íslenskt gróðursnautt og eyðilegt landslag; fjöll, eldstöðvar, sandar og vötn. Í þessu landslagi eru örsmáar mannverur á ferli og sýna smæð mannsins gagnvart náttúrunni.

Þetta er fyrsta einkasýning Sigrúnar í Noregi en hún hefur haldið allmargar sýningar heima og erlendis og auk þess tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Sýningin í Osló mun standa til 17. febrúar. Is Kunst-galleríið er til húsa á Markveien 56C í Osló.