ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að mæla með Svíanum Hans Blix sem formanni nýrrar vopnaeftirlitsnefndar sem ráðgert er að verði send til Íraks.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að mæla með Svíanum Hans Blix sem formanni nýrrar vopnaeftirlitsnefndar sem ráðgert er að verði send til Íraks. Óskað verður eftir því að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, tilnefni Blix, en Írakar hafa áður hafnað tilnefningu Svíans Rolfs Ekeus.