Á myndinni eru f.v. Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður, Ívar Sigmundsson, umboðsmaður Kassbohrer, Ingvar Sverrisson, formaður Bláfjallanefndar, og Grétar Þórisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.
Á myndinni eru f.v. Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður, Ívar Sigmundsson, umboðsmaður Kassbohrer, Ingvar Sverrisson, formaður Bláfjallanefndar, og Grétar Þórisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.
NÝR snjótroðari var afhentur laugardaginn 22. janúar sl. fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. Snjótroðarinn er að gerðinni Pisten Bully 200 frá Kassbohrer og kostaði rúmar fimmtán milljónir.
NÝR snjótroðari var afhentur laugardaginn 22. janúar sl. fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum.

Snjótroðarinn er að gerðinni Pisten Bully 200 frá Kassbohrer og kostaði rúmar fimmtán milljónir. Elsti snjótroðarinn í Bláfjöllum, sem var árgerð 1988, var tekinn upp í kaupverðið. Með þessum kaupum er tækjakostur orðinn mjög góður og meiri möguleikar á að þjóna viðskiptavinum skíðasvæðisins sem best, segir í frétt frá Bláfjallanefnd.

Það var Ívar Sigmundsson fulltrúi Kassbohrer á Íslandi sem afhenti Ingvari Sverrissyni formanni Bláfjallanefndar lyklana að hinum nýja snjótroðara. Skíðavertíðin fór mjög vel af stað og þarf að fara tíu ár aftur í tímann til að finna jafngóða byrjun á skíðavertíð.

Síðustu daga hafa hlýindi hins vegar sett strik í reikninginn. Þó er enn töluverður snjór í Bláfjöllum og á Hengilssvæði og um leið og veður lagast aftur verða skíðasvæðin opnuð aftur.