HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Noregs, Dagfinn Høybråten, íhugar nú að fara að tillögu norsku tóbaksvarnarnefndarinnar um að lögleiða allsherjarbann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Noregs, Dagfinn Høybråten, íhugar nú að fara að tillögu norsku tóbaksvarnarnefndarinnar um að lögleiða allsherjarbann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum.

Tóbaksvarnarnefnd norska ríkisins hefur nú skilað skýrslu til heilbrigðisráðuneytisins í Ósló, sem byggist á ítarlegri könnun sem gerð var á vegum nefndarinnar á ástandinu á skemmtistöðum Noregs. Með skýrslunni er lagt mat á virkni þeirra reglna sem í gildi eru um reykingar á veitinga- og skemmtistöðum og lagt til, að í nafni heilsuverndar almennings verði reykingar bannaðar með öllu á þessum stöðum.

Segir Aftenposten að Høybråten hafi lengi sagt að til stæði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda fólk fyrir óbeinum reykingum. "Atvinnugreinin verður að vera undir það búin að reglurnar verði hertar," hefur blaðið eftir ráðherranum.