SÖNGVARI Oasis, Liam Gallagher, er maður með mikið skap og því kynntist ljósmyndarinn Nat Bocking á dögunum. Liam var að koma út úr húsi sínu síðastliðinn föstudag og sá þá Bocking vera í bíl að taka myndir af honum.
SÖNGVARI Oasis, Liam Gallagher, er maður með mikið skap og því kynntist ljósmyndarinn Nat Bocking á dögunum. Liam var að koma út úr húsi sínu síðastliðinn föstudag og sá þá Bocking vera í bíl að taka myndir af honum. Liam reiddist þessu afskaplega og gekk að bílnum og hótaði barsmíðum og hélt því fram að Bocking væri öfuguggi sem væri að reyna að ná myndum af Patsy Kensit, konu Liams, nakinni. Eftir að hafa kallað Bocking öllum illum nöfnum hélt hann aftur inn í hús sitt og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglan mætti á staðinn og heyrði sögu mannanna beggja handtók hún Liam en ekki Bocking. En honum var þó sleppt úr haldi stuttu síðar.