MAÐUR nokkur, búsettur í Los Angeles, neitaði fyrir dómi að hafa setið um leikkonuna Brooke Shields á þriggja mánaða tímabili, vopnaður byssu.
MAÐUR nokkur, búsettur í Los Angeles, neitaði fyrir dómi að hafa setið um leikkonuna Brooke Shields á þriggja mánaða tímabili, vopnaður byssu.

Saksóknarinn segir að Mark Bailey sem er 41 árs að aldri hafi sést elta sjónvarpsstjörnuna úr þáttunum Suddenly Susan nokkrum sinnum sem endaði með því að hann var handtekinn þann 10. janúar. Í kærunni kemur fram að Bailey hafi ítrekað elt og áreitt leikkonuna og hótað henni svo að hún hafi óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Einnig kemur þar fram að hann hafi verið vopnaður er hann sat um leikkonuna.

Bailey neitaði hins vegar þessum ásökunum fyrir rétti en að viku liðinni kemur rétturinn aftur saman og þá hefjast vitnaleiðslur. Þá kemur í ljós hvort næg sönnunargögn eru fyrir hendi til að sakfella Bailey.