Eiríkur Þór Magnússon í Neskaupstað að þvo saltið af húsi sínu.
Eiríkur Þór Magnússon í Neskaupstað að þvo saltið af húsi sínu.
Í BLÍÐUNNI sem verið hefur hér undanfarnar vikur hafa veðurguðirnir minnt menn á hvaða árstími er því með stuttu millibili hefur tvisvar gert mikið hvassviðri með tilheyrandi sjóroki yfir bæinn sem sest á hús og bíla íbúanna.
Í BLÍÐUNNI sem verið hefur hér undanfarnar vikur hafa veðurguðirnir minnt menn á hvaða árstími er því með stuttu millibili hefur tvisvar gert mikið hvassviðri með tilheyrandi sjóroki yfir bæinn sem sest á hús og bíla íbúanna.

Mikil örtröð hefur því verið á eina bílaþvottaplaninu sem í bænum er og fyrir skömmu er fréttaritari átti leið um bæinn voru menn mjög víða með garðslönguna úti við að spúla saltið af húsum sínum og sérstaklega rúðum, því segja má að mjög illa hafi sést út um glugga fyrir saltstorku og núna þegar sólin er farin að teygja sig upp fyrir fjallatoppana eftir um tveggja mánaða fjarveru vilja menn hafa rúðurnar í gluggum húsa sinna hreina til að hleypa geislum hennar óhindrað inn í hús sín.