BONO, söngvari írsku sveitarinnar U2, sá sér leik á borði þegar honum voru afhent verðlaun fyrir að vera maður ársins á frönsku NRJ-tónlistarverðlaununum og bað frönsk stjórnvöld að afskrifa skuldir fátækra ríkja við Frakkland.
BONO, söngvari írsku sveitarinnar U2, sá sér leik á borði þegar honum voru afhent verðlaun fyrir að vera maður ársins á frönsku NRJ-tónlistarverðlaununum og bað frönsk stjórnvöld að afskrifa skuldir fátækra ríkja við Frakkland. Bono er talsmaður herferðarinnar Jubilee 2000 sem gengur út á að ríki heims afskrifi skuldir fátækustu ríkja heims svo að þau geti nýtt peningana í eitthvað uppibyggilegra en að greiða vexti.

Bono varpaði fram nýrri söguskoðun í ræðu sinni og sagði Frakka hafa fundið upp lýðræðið og skilgreint og notað hugtökin um frelsi, jafnrétti og bræðralag og einmitt þess vegna ættu þarlend stjórnvöld að sýna frumkvæði og afskrifa skuldir fátækra ríkja.

Mariah Carey og Will Smith fengu meðal annarra verðlaun á hátíðinni en þau tóku þó ekki afstöðu til alþjóðastjórnmála í ræðu sinni.