LÖGREGLAN handtók í fyrrakvöld karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður var um að hafa stolið verkfærum úr nýbyggingu við Borgartún síðastliðna helgi að verðmæti um 1,5 milljónir króna.
LÖGREGLAN handtók í fyrrakvöld karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður var um að hafa stolið verkfærum úr nýbyggingu við Borgartún síðastliðna helgi að verðmæti um 1,5 milljónir króna. Við húsleit lögreglunnar fundust nánast öll verkfærin og var þeim skilað til eigenda.

Í framhaldi af yfirheyrslu hjá lögreglu var maðurinn færður til afplánunar 9 mánaða fangelsisdóms.

Þá var maður á fimmtugsaldri handtekinn í fyrradag, grunaður um innbrot í sex íbúðir á austanverðu miðbæjarsvæðinu. Hluti af því sem þar var stolið hefur komið í leitirnar. Maðurinn gerði lögreglu grein fyrir málunum og eru þau í rannsókn lögreglunnar.