VISA Ísland hefur með skilyrðum opnað á ný samninga um greiðslukortaviðskipti við þá tvo nektardansstaði, sem lokað var á fyrir um mánuði, Club Clinton og Maxim í miðborg Reykjavíkur.
VISA Ísland hefur með skilyrðum opnað á ný samninga um greiðslukortaviðskipti við þá tvo nektardansstaði, sem lokað var á fyrir um mánuði, Club Clinton og Maxim í miðborg Reykjavíkur.

Samkvæmt tilkynningu frá Visa Íslandi taka nýju samningarnir jafnt til viðskipta með debet- og kreditkort innan viss eyðsluhámarks á dag. Þá séu sett ströng skilyrði sem staðirnir skuldbinda sig til að fylgja í einu og öllu, auk óskráðra reglna um vandað viðskiptasiðferði.

Meðal þeirra skilyrða sem stöðunum eru sett, er að söluaðili fari í einu og öllu eftir reglum samstarfssamninga um greiðslukortaviðskipti, ekki hvað síst ákvæði sem varðar áritun korthafa á sölunótur. Þá gangi staðirnir tryggilega úr skugga um að handhafi korts sé eigandi þess. Visa Ísland áskilur sér rétt til sérstakra áhættustýringa í þessum viðskiptum og að setja þak á hámarksúttektir á kort á sólarhring. Einnig er það sett að skilyrði að Visa Íslandi sé látið í té afrit af gjaldskrá viðkomandi staða hverju sinni og fái upplýsingar um allar breytingar á henni.