HLUTABRÉF ÍS verða tekin af skrá Verðbréfaþings Íslands föstudaginn 4. febrúar næstkomandi. Á hluthafafundum hjá SÍF hf. og ÍS hf. 29. desember sl. var samþykkt að sameina félögin undir nafni SÍF hf.
HLUTABRÉF ÍS verða tekin af skrá Verðbréfaþings Íslands föstudaginn 4. febrúar næstkomandi. Á hluthafafundum hjá SÍF hf. og ÍS hf. 29. desember sl. var samþykkt að sameina félögin undir nafni SÍF hf. Vegna þessa mun hlutabréfum ÍS verða skipt út fyrir hlutabréf í SÍF.

Ný hlutabréf í SÍF eru nú tilbúin til afhendingar fyrir hluthafa ÍS og eru þau afhent á skrifstofu SÍF í Hafnarfirði .