Form með blátt gler í miðju.  Verkið er frá 1994 og er gert úr leir og sandsteyptu gleri.
Form með blátt gler í miðju. Verkið er frá 1994 og er gert úr leir og sandsteyptu gleri.
FYRSTI nútímaskúlptúrinn sem boðinn var upp á Netinu hjá uppboðsfyrirtækinu Sotheby's í desember síðastliðnum var eftir íslenska myndhöggvarann Kristínu Guðjónsdóttur. Sotheby's hóf starfsemi á Netinu skömmu fyrir jól undir hatti Amazon.
FYRSTI nútímaskúlptúrinn sem boðinn var upp á Netinu hjá uppboðsfyrirtækinu Sotheby's í desember síðastliðnum var eftir íslenska myndhöggvarann Kristínu Guðjónsdóttur. Sotheby's hóf starfsemi á Netinu skömmu fyrir jól undir hatti Amazon.com, stærstu bókaverslunar á Netinu.

Kristín var meðal fyrstu myndhöggvaranna til að sýna á þessum vettvangi en hún sýnir á vegum Rodney Derrick Fine Arts. Eitt verka hennar varð fyrsti nútímaskúlptúr sem boðið var í með þessum nýja hætti á vegum uppboðsfyrirtækisins.

Frægt og viðurkennt fyrirtæki

Kristín telur að með þessu opnist sér miklir og góðir möguleikar en auk fyrsta verksins hefur hún nú þegar sýnt fimm önnur verk hjá Sotheby's á Netinu. Hún segir að hingað til hafi ekki selst mikið af listaverkum á Netinu, m.a. sökum þess að fólk hafi ekki treyst þeim viðskiptamáta nægilega vel. Sotheby's sé hins vegar það frægt og viðurkennt fyrirtæki að fólk þori fremur að eiga við það viðskipti.

Form með blátt gler í miðju

Verkið, sem hún nefnir Form með blátt gler í miðju, er unnið úr leir og sandsteyptu gleri. Verk Kristínar má sjá á vefsíðu er hún hefur unnið að síðan 1996. Myndir af verkum hennar, smíði þeirra sem og svipmyndir frá fjölmörgum sýningum er hún hefur tekið þátt í má finna á vefslóðinni www. art.net/~stina.

Kristín er sem stendur búsett í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hún hélt fyrstu einkasýningu sína í Bandaríkjunum á Flóa-svæðinu (Bay Area) í Kaliforníu síðastliðið haust og heldur þriðju einkasýningu sína á Íslandi í Galleríi Fold næsta haust.