ORRIN Hatch, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur ákveðið að draga sig út úr forkosningum Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna í haust. Hatch hlaut aðeins 1% í fyrstu forkosningunum sem haldnar voru í Iowa á mánudag.
ORRIN Hatch, öldungadeildarþingmaður repúblikana, hefur ákveðið að draga sig út úr forkosningum Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna í haust.

Hatch hlaut aðeins 1% í fyrstu forkosningunum sem haldnar voru í Iowa á mánudag. Hann segist þó ekki telja kosningabaráttu sína hafa verið tíma- eða peningaeyðslu, því hún hafi haft jákvæð áhrif á kosningaumræðuna.