SAMHERJI hf. á Akureyri hefur selt 40,5% eignarhlut sinn í útgerðarfélaginu Skagstrendingi. Kaupendur eru Burðarás, Búnaðarbankinn, Olís, Tryggingamiðstöðin og Höfðahreppur sem höfðu samráð um kaupin, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kaupverð er um 1.
SAMHERJI hf. á Akureyri hefur selt 40,5% eignarhlut sinn í útgerðarfélaginu Skagstrendingi. Kaupendur eru Burðarás, Búnaðarbankinn, Olís, Tryggingamiðstöðin og Höfðahreppur sem höfðu samráð um kaupin, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kaupverð er um 1.334,5 milljónir. Söluhagnaður Samherja eru tæplega 300 milljónir.

Eftir viðskiptin á Burðarás 33,4% í Skagstrendingi og er stærsti hluthafinn. Höfðahreppur á nú 26%, Tryggingamiðstöðin 12,3%, Búnaðarbankinn 10% og Olís 8%. Þorsteinn Már Baldvinssson, forstjóri Samherja, segir að Burðarás og Höfðahreppur hafi viljað halda Samherja frá því að hafa eðlileg áhrif á rekstur Skagstrendings miðað við eignarhlut. Fjármunum fyrirtækisins hafi því verið betur borgið annars staðar.