FERÐAFÉLAG Akureyrar kynnir nýja ferðaáætlun fyrir árið 2000 í Galtalæk í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. janúar, kl. 20. Að venju mun félagið bjóða upp á fjölbreyttar ferðir í ár. Á kynningunni verður m.a.
FERÐAFÉLAG Akureyrar kynnir nýja ferðaáætlun fyrir árið 2000 í Galtalæk í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. janúar, kl. 20. Að venju mun félagið bjóða upp á fjölbreyttar ferðir í ár. Á kynningunni verður m.a. myndasýning og þá munu verslanir sem selja útivistarfatnað kynna þær vörur sem þær hafa á boðstólum.

Nú fram á vorið verða skíðaferðir á dagskrá og verða slíkar ferðir í boði alla laugardaga. Verður ýmist um að ræða styttri gönguferðir eða helgarferðir. Sú fyrsta verður næstkomandi laugardag, 29. janúar, en þar er um að ræða létta skíðagönguferð um Súlumýrar.