BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. janúar, og hefst það kl. 20.30. Það er Gilfélagið í samvinnu við Sigurhæðir, Hús skáldsins, sem standa fyrir dagskránni, en fram koma akureyrsk skáld og flytja eigin verk.
BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. janúar, og hefst það kl. 20.30. Það er Gilfélagið í samvinnu við Sigurhæðir, Hús skáldsins, sem standa fyrir dagskránni, en fram koma akureyrsk skáld og flytja eigin verk.

Þeir sem fram koma að þessu sinni eru Haraldur Bessasson, Jón Erlendsson, Jón Laxdal Halldórsson, Kristján Pétur Sigurðsson og Vigfús Björnsson. Verk þeirra eru að ýmsum toga; ljóð, sögur og lög. Fleiri slík bókmenntakvöld verða haldin síðar.