Útskrifaðir nemendur úr síðasta FIA-námskeiði.
Útskrifaðir nemendur úr síðasta FIA-námskeiði.
FIA-þjálfunarskólinn (Fitness Industry Alliance) hefur nú starfsemi sína sjöunda árið í röð. Fyrstu árin var skólinn í Svíþjóð og síðastliðin tvö ár á Íslandi.
FIA-þjálfunarskólinn (Fitness Industry Alliance) hefur nú starfsemi sína sjöunda árið í röð. Fyrstu árin var skólinn í Svíþjóð og síðastliðin tvö ár á Íslandi.

Skólinn útskrifar nú annað árið í röð einkaþjálfara sem hafa lesið ACE (American Counsel on Exercise), námsefnið Personal Trainer Manual og tekið próf í einkaþjálfun. Einnig hafa nemendurnir hlotið verklega kennslu hjá íþróttafræðingnum og frjálsíþróttamanninum sænska, Ronny Kvist.

Markmiðið með FIA er að hafa heiðarleika, fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi við þjálfun og aðstoð við heilsurækt. Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur hefur verið eigandi skólans frá byrjun, þegar hún flutti til Íslands seldi hún FIA-skólann í Svíþjóð sem er nú starfræktur undir ráðgjafarfyrirtækinu Fitness Professionals.

Á næstunni hefst ný braut innan skólans í SPA-meðferðum (skrúbb, leir, þang, olíumeðferðir o.fl.) og aukast þannig möguleikar á að selja SPA-meðferðir út um land í þágu ferðaiðnaðar, heilsu og atvinnusköpunar, segir meðal annars í fréttatilkynningu.