Gagnabanki Íslands mun á morgun standa fyrir ráðstefnu sem ber heitið ,,Gagna- og internetöryggi framtíðar". Ráðstefnan fer fram í Tónlistarsalnum í Kópavogi og hefst kl. 9.30.
Gagnabanki Íslands mun á morgun standa fyrir ráðstefnu sem ber heitið ,,Gagna- og internetöryggi framtíðar". Ráðstefnan fer fram í

Tónlistarsalnum í Kópavogi og hefst kl. 9.30.

Sífellt stærri hluti veltu stofnana og fyrirtækja fer í þróun upplýsingakerfa. Þessi upplýsingakerfi búa oft yfir viðkvæmum upplýsingum og í þeim liggja gríðarleg verðmæti. Oft vantar mikið upp á að hugað sé að öryggi þessara upplýsinga. Til að mynda er afritunarmálum oft ekki sinnt sem skyldi. Það getur leitt af sér milljónatap, verði hrun í gagnagrunni. Sömuleiðis geta ,,hakkarar" komist inn í viðkvæmar upplýsingar fjármálafyrirtækja, heilbrigðisstofnana og fleiri slíkra aðila, en afleiðingarnar af því geta verið stórfellt tap viðkvæmra og dýrmætra upplýsinga. Auðveldlega má koma í veg fyrir slíkt með traustum "eldvarnarvegg".

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Íslandi flytja fyrirlestra um nauðsyn gagnaöryggis og hvernig koma megi í veg fyrir stórfellt tap og/eða skemmdir á gögnum.