FERÐASKRIFSTOFAN Landnáma býður upp á tvær nýjar ferðir í sumar. Annars vegar er páskaferð til Madagaskar þar sem ferðalöngum gefst jafnframt tækifæri til að heimsækja eyjuna Máritíus sem oft hefur verið nefnd gimsteinninn í Indlandshafi.

FERÐASKRIFSTOFAN Landnáma býður upp á tvær nýjar ferðir í sumar. Annars vegar er páskaferð til Madagaskar þar sem ferðalöngum gefst jafnframt tækifæri til að heimsækja eyjuna Máritíus sem oft hefur verið nefnd gimsteinninn í Indlandshafi.

Madagaskar er fjórða stærsta eyja heims og er þekkt fyrir sérstætt og skemmtilegt náttúrufar, sem þátttakendum gefst tækifæri á að skoða í skipulögðum ferðum.

Landnáma býður einnig upp á ferð með Síberíuhraðlestinni um Rússland, Mongólíu og Kína í ágúst en Síberíuhraðlestin er lengsta lestarlína í heimi og spannar þriðjung heimsins.

Ferðin hefst í Moskvu þar sem dvalist verður í nokkra daga. Þaðan liggur leiðin um Úralfjöllin um rússnesk sveitaþorp og inn í Síberíu þar sem staldrað verður við í borginni Irkutsk. Áfram er svo haldið til Mongólíu og þaðan til Peking, höfuðborgar Kína.