ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Ólafsfjarðarvegi sökum hálku um klukkan ellefu á föstudagskvöld og fór bíllinn út af veginum á móts við Möðruvelli við Hörgárdal.

ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Ólafsfjarðarvegi sökum hálku um klukkan ellefu á föstudagskvöld og fór bíllinn út af veginum á móts við Möðruvelli við Hörgárdal. Slasaðist maðurinn, sem var ekki í bílbelti, nokkuð á höfði og var fluttur á slysadeild en farþegi í bílnum, sem var í bílbelti, slapp ómeiddur.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri var fljúgandi hálka á Akureyri og í nágrenni í gærmorgun og fyrrinótt, einkum í Öxnadal.