BRESKIR sérfræðingar á vegum fyrirtækisins Quest International, sem er í eigu efnavöruframleiðandans ICI, hafa framleitt nýja gerð af ilmvatni. Lyktar það að sögn eins og loftsteinn.

BRESKIR sérfræðingar á vegum fyrirtækisins Quest International, sem er í eigu efnavöruframleiðandans ICI, hafa framleitt nýja gerð af ilmvatni. Lyktar það að sögn eins og loftsteinn.

Skýrt er frá ilmvatninu furðulega í nýjasta eintaki breska tímaritsins Science. Ilmvatnið er nefnt Cyba og lyktin einkennist af "brennisteini, reyk eins og af byssupúðri, hún er málmkennd", segir hönnuðurinn, Les Small. Markmið hans mun hafa verið að sýna fram á að fyrirtækið gæti búið til nánast hvaða lykt sem væri.