BRESKI kaupsýslumaðurinn í teinóttu jakkafötunum, með bindið, hattinn, skjalatöskuna og regnhlífina er á undanhaldi.

BRESKI kaupsýslumaðurinn í teinóttu jakkafötunum, með bindið, hattinn, skjalatöskuna og regnhlífina er á undanhaldi. Í kaupsýsluhverfinu í London hafa mörg fyrirtæki tekið upp "óformlega föstudaga", en þá má starfsfólk mæta til vinnu óformlega klætt. Og nú hefur fyrirtækið Arthur Andersen að sögn The Guardian sagt starfsfólki, að það geti skilið formlegu fötin alveg við sig. Þessi þróun er sögð vera svar við sífellt yngra fólki á forstjórastóli í London, en það sé frjálslegt til fara og því verði kaupsýslufyrirtækin að bregðast við.

Ekki eru þeir samt allir, sem vilja sjá á bak brezka "bísniss"-manninum. Talsmaður endurskoðandafyrirtækisins Deloitte & Touche segir menn þar á bæ langt frá því að vera hrifna. "Við klæðumst ekki niður fyrir okkur," sagði talsmaðurinn. "Okkar viðskiptavinir ætlast til þess að við lítum að minnsta kosti jafn vel út og þeir sjálfir."