FÉLAG íslenskra háskólakvenna stendur fyrir námskeiði þriðjudaginn 8. febrúar er ber heitið "Að skoða málverk".

FÉLAG íslenskra háskólakvenna stendur fyrir námskeiði þriðjudaginn 8. febrúar er ber heitið "Að skoða málverk". Sýningin Lífshlaup sem nú stendur yfir í Gerðarsafni verður skoðuð undir leiðsögn forstöðumanns Listasafns Kópavogs, Guðbjargar Kristjánsdóttur, listfræðings.

Hér gefst kostur á að sjá þverskurð á íslenskri myndlist frá fyrri hluta 20. aldar. Námskeiðið tekur um tvær og hálfa klst., veitingar innifaldar. Innritun er hjá formanni félagsins Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Námskeiðið er öllum opið.