STÚLKURNAR sem taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Reykjavík komu saman í fyrsta sinn í líkamsræktarstöðinni World Class á dögunum.
STÚLKURNAR sem taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Reykjavík komu saman í fyrsta sinn í líkamsræktarstöðinni World Class á dögunum. Þar lagði Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur stúlkunum línurnar og Hafdís Jónsdóttir sagði þeim frá gildi hreyfingar í undirbúningnum fyrir keppnina. Stúlkurnar eru þegar farnar að æfa af kappi í World Class svo þær megi vera í sem bestu formi fyrir keppnina sem fram fer á Broadway 13. apríl.

Á myndinni má sjá þær Elínu Gestsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, Fríðu Rún næringarfræðing og Hafdísi ásamt keppendum en stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Reykjavík í ár heita: Anna Lilja Björnsdóttir, Árný Helgadóttir, Brynhildur Tinna Birgisdóttir, Guðrún Erla Jónsdóttir, Hanna Heiður Bjarnadóttir, Helga Sjöfn Kjartansdóttir, Hekla Daðadóttir, Henny Sigurjónsdóttir, Herdís Kristinsdóttir, Kría Súsanna Dietersdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Monika Hjálmtýsdóttir, Rósa Sævarsdóttir, Unnur Eir Arnardóttir og Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir. Á myndina vantar Berglindi Ellen Pétursdóttur.