GOODIE Mob-rappflokkurinn valti mikla athygli fyrir frumraun sína Soul Food sem kom út fyrir fjórum árum. Ekki var bara að tónlistargrunnur hennar var traustur heldur var hugmyndafræðin á hreinu í góðum textum.

GOODIE Mob-rappflokkurinn valti mikla athygli fyrir frumraun sína Soul Food sem kom út fyrir fjórum árum. Ekki var bara að tónlistargrunnur hennar var traustur heldur var hugmyndafræðin á hreinu í góðum textum.

Goodie Mob-félagar, Cee-Lo, Khujo, T-Mo og Big Gipp, eru mjög meðvitaðir um stöðu litra vestanhafs og áfram um að miða málum til betri vegar; ekki með því að drepa alla hvítingjana eins og sumir litir virðast vilja, heldur með því að efla með meðbræðrum sínum stolt og sjálfsvitund. Textar á fyrstu skífu þeirra félaga voru mjög í þeim anda að tína til það sem menn ættu að hafa í hávegum, sem gerði skífuna langlífari en æsinginn sem ræður oft ríkjum. Ekki réð minnstu um hve skífan þótti góð að Organized Noize sá um upptökustjórn. Á næstu plötu var málum eins háttað, utan að DJ Muggs tók þátt í upptökustjórn, og höggvið í sama knérunn í textum og tónlist. Þegar komið er undir lok tuttugustu aldarinnar hefur þeim Goodie Mob-piltum aftur á móti þótt tími til að taka aðra stefnu því þótt tónlistin sé áþekk og forðum eru textar léttari og inntakið gleðskapur og fjör, sjá nafnið World Party.