Sigursveit Krummi í miklu stuði í síðustu Músíktilraunum.
Sigursveit Krummi í miklu stuði í síðustu Músíktilraunum.
MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar eru framundan og í byrjun mars hefst keppni hljómsveita hvaðanæva að um hljóðverstíma og ýmis verðlaun. Fyrsta tilraunakvöldið verður 16. mars næstkomandi, en þetta verður í átjánda sinn sem keppnin er haldin.

MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar eru framundan og í byrjun mars hefst keppni hljómsveita hvaðanæva að um hljóðverstíma og ýmis verðlaun. Fyrsta tilraunakvöldið verður 16. mars næstkomandi, en þetta verður í átjánda sinn sem keppnin er haldin.

Skráning til þátttöku er hafin í Tónabæ, en rétt til þátttöku í Músíktilraunum eiga hljómsveitir hvaðanæva af landinu sem eiga í fórum sínum frumsamin lög og hafa ekki gefið út tónlist sína. Helstu verðlaunin eru og til þess að auðvelda hljómsveitum að koma frá sér efni því þau eru jafnan hljóðverstímar.

Fyrsta tilraunakvöldið verður haldið 16. mars næstkomandi, annað kvöldið verður 23. mars, það þriðja 24. og fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið verður svo 30. mars. Úrslitakvöld Músíktilrauna 2000 verður föstudaginn 31. mars.