BRÆLA var á loðnumiðunum í fyrrinótt og lágu nótaskipin við bryggju á Austfjarðahöfnum í gærmorgun. Þess vegna var ekki vitað hvort fyrstu göngurnar væru komnar upp að ströndinni.

BRÆLA var á loðnumiðunum í fyrrinótt og lágu nótaskipin við bryggju á Austfjarðahöfnum í gærmorgun. Þess vegna var ekki vitað hvort fyrstu göngurnar væru komnar upp að ströndinni.

Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi AK spáði því fyrir rúmri viku að loðnan yrði komin inn í Hornafjörð fyrir 5. febrúar. Hann var því frekar órólegur í gærmorgun en skipið lá þá við bryggju á Eskifirði. Hann bjóst við að nótaskipin færu út síðar um daginn og leituðu á grunnslóð út af Hvalsnesi.

"Dagurinn er nú ekki búinn enn," sagði Viðar þegar spá hans var nefnd, en sagði að menn yrðu verulega óhressir eftir daginn ef ekkert gengi, því spáð væri áframhaldandi ótíð og langt í næsta straum. Sagði Viðar þó að eftir að loðnan kæmi upp að ströndinni væri oft hægt að finna skjól til að kasta á hana.

Flottrollsskipin eru við veiðar dýpra og þar hefur verið loðna.