FÉLAG íslenskra myndlistarkennara, Félag íslenskra listdansara, Félag tónlistarskólakennara og Félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum standa fyrir námskeiði í tengslum við nýja áfanga í kjarna á listnámsbraut, lista- og menningarsögu, dagana 11.

FÉLAG íslenskra myndlistarkennara, Félag íslenskra listdansara, Félag tónlistarskólakennara og Félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum standa fyrir námskeiði í tengslum við nýja áfanga í kjarna á listnámsbraut, lista- og menningarsögu, dagana 11.-13. febrúar.

Markmið námskeiðsins er að flétta saman listgreinar og skapa grundvöll fyrir mótun og skipulagningu námsefnis, námsefnisgerðar, fyrir þessa nýju áfanga.

Mjög mikilvægt er að fagfólk úr sem flestum listgreinum standi að mótun þessara námsáfanga, með það að markmiði að gefa góða innsýn í hinar ólíku listgreinar sem fylgjast að í lista- og menningarsögunni. Kennsla í þessum áföngum verður starfsvettvangur fyrir fagfólk úr öllum listgreinum.

Námskeiðið verður í formi tíu fyrirlestra, einstaklinga með sérkunnáttu og reynslu á sínu sviði. Einnig munu þátttakendur vinna í hópum úr fyrirfram ákveðnum efnisþáttum. Í hverjum hópi verður talsmaður og ritari, niðurstöður verða kynntar í lokin. Niðurstöður verða sendar þátttakendum að námskeiði loknu.

Námskeiðið verður haldið dagana 11.-13. febrúar í fyrirlestrasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Námskeiðið stendur frá kl. 13-17 á föstudeginum, 10-16 á laugardeginum og 10-15 á sunnudeginum. Þátttökugjald er 1.000 kr.