DAGBÓK Háskóla Íslands 6.-12. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Mánudginn 7. febrúar kl.

DAGBÓK Háskóla Íslands 6.-12. febrúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Mánudginn 7. febrúar kl. 12:00-13:30 kynnir Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi, doktorsverkefni sitt: "Starfsumhverfi stjórnenda í félagsþjónustu" í rannsóknarmálstofu í félagsráðgjöf. Málstofan fer fram í fundarherbergi Félagsvísindadeildar, 1. hæð í Odda (áður Félagsvísindastofnun).

Þriðjudaginn 8. febrúar nk. kl. 17:00 flytur sendiherra Kína á Íslandi, Wang Ronghua, fyrirlestur á vegum rektors Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda.

Fyrirlesturinn mun fjalla um þrjá meginstrauma í kínverskri hugsun og jákvæð samfélagsleg áhrif þeirra fram á þennan dag. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður fluttur á ensku.

Miðvikudaginn 9. febrúar kl. 17:45 flytur Guðrún Pétursdóttir, erindið "Frá undirdjúpum til himintungla: Nýjustu rannsóknir fyrir sjávarútveginn" í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu á Rás eitt.

Fimmtudaginn 10. febrúar kl.16:00 flytur Kristín Loftsdóttir mannfræðingur opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 201 í Odda. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Að standa á sama: Konur og vald á meðal WoDaaBe hirðingja í Níger".

Fimmtudaginn 10. febrúar kl.16:00 heldur umhverfis- og byggingarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands málstofu í húsi verkfræðideildar á Hjarðarhaga 2-6, stofu 158. Á fundinum mun Trausti Valsson, skipulagsfræðingur, segja frá bók sinni "Borg og náttúra", sem komin er út hjá Háskólaútgáfunni.

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 16:15 flytur Ólafur Eysteinn Sigurjónsson fyrirlesturinn "Þroskun megakarýócýt forvera (CD61+) frá CD34+ frumum úr beinmerg in vitro: "To die or not to die?"" í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16:00.

Laugardaginn 12. febrúar kl. 14:00 mun Sveinn Yngvi Egilsson verja doktorsritgerð sína: "Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík" við heimspekideild HÍ. Andmælendur verða dr. Njörður P. Njarðvík og dr. Andrew Wawn. Vörnin mun fara fram í stofu 101 í Odda.

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ vikuna 6.-12. febrúar

Mán. og fim. 7. feb. - 2. mars kl. 20:00-22:00 (8x).

Spænska I. Byrjendanámskeið Kennari: Margrét Jónsdóttir lektor í spænsku við HÍ.

7. og 8. feb. kl. 16:00-20:00. Árangursrík liðsheild. Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur og ráðgjafi.

Mán. 7. feb. - 3. apríl kl. 17:00-19:00 (9x). Stjórnun starfsmannamála (Mannauðsstjórnun). Kennari: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, MAIR, vinnumarkaðsfræðingur og stundakennari við HÍ, auk gestafyrirlesara.

7., 9. og 10. feb. kl. 13:00-16:00.Vefsmíðar I: Hönnun og notendaviðmót. Kennari: Gunnar Grímsson viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafélagi.

Þri. 8. feb.-14. mars kl. 20:15-22:15 (6x). Hinsegin fræði - Óvissan um kyngervi og kreppa "hins eðlilega".

Kennari: Geir Svansson bókmenntafræðingur.

Þri. og fim. 8. feb.-2. mars kl. 17:00-20:00 (8x). Danska fyrir þátttakendur í norrænu samstarfi og viðskiptum. Kennari: Ágústa Pála Ásgeirsdóttir kennari við Verzlunarskóla Íslands.

Þri. 8. feb. - 11. apríl kl. 18:45-20:45 (10x). Japanska I - Byrjendanámskeið. Kennari: Tomoko Gamo BA, en hún hefur sl. fjögur ár kennt japönsku á Íslandi.

8. og 15. feb. kl. 16:00-20:00. Notkun Excel 7.0 við fjármál og rekstur I. Umsjón: Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, lektor í upplýsingatækni við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Mið. 9. feb. - 12. apríl kl. 18:45-20:15 (10x).

Japanska III - Framhaldsnámskeið. Kennari: Tomoko Gamo BA, en hún hefur sl. fjögur ár kennt japönsku á Íslandi.

Mið. 9., 16. og 23. feb. kl. 17:00-19:30. Að skrifa vandaða íslensku. Hvernig auka má færni við að rita gott, íslenskt mál. Kennari: Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur og menntaskólakennari.

9. og 10. feb. kl. 8:30-12:30. Uppbygging og stjórnun þjónustumála. Kennari: Pála Þórisdóttir forstöðumaður einstaklingssviðs EUROPAY Ísland.

Mið. 9. og 16. feb. kl. 16:00-20:00. Notkun Excel 7.0 við fjármál og rekstur I. Umsjón: Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, lektor í upplýsingatækni við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

9.-11. feb. kl. 8:30-12:30. Stjórnkerfi. Notkun upplýsingatækni við skattframtöl og ársreikninga. Kennarar: Ingimundur Helgason bókhaldari og Ragnar Guðgeirsson löggiltur endurskoðandi.

11. og 14. feb. kl. 13:00-16:00 og 16. feb. kl. 12:30-15:30. Vefsmíðar I - fyrir bókasafnsfræðinga. Kennari: Gunnar Grímsson viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafélagi. Vísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við.

Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is

Sýningar

Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans.

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir.

http://www.bok.hi.is/gegnir.html

Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/

Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www.ris.is