Hópurinn sem tekur þátt í sýningunni í Íslensku óperunni.
Hópurinn sem tekur þátt í sýningunni í Íslensku óperunni.
VEGNA áskorana verður menningardagskrá Listdansskóla Íslands og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar endurtekin í Íslensku óperunni þriðjudagskvöldið 8. og miðvikudagskvöldið 9. febrúar kl. 20.30.

VEGNA áskorana verður menningardagskrá Listdansskóla Íslands og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar endurtekin í Íslensku óperunni þriðjudagskvöldið 8. og miðvikudagskvöldið 9. febrúar kl. 20.30.

Nemendur í framhaldsdeild Listdansskólans og Hljómsveit Tónskólans flytja þar ballettinn Geturðu leikið? eftir Láru Stefánsdóttur og John Speight. Hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson. Ennfremur verður fluttur ballett Margrétar Gísladóttur, Spegill sálarinnar, og tónlistarhópurinn Quintus Antiqua flytur tónlist frá endurreisnartímanum.

Ballettinn Geturðu leikið? er samvinnuverkefni Listdansskólans og Tónskólans og var saminn með tilstyrk framkvæmdanefndarinnar um Reykjavík - menningarborg árið 2000.

Aðgöngumiðar verða til sölu samdægurs í Íslensku óperunni.