ÞÝSKA handknattleiksliðið Wallau Frankfurt sem breytti um nafn síðasta tímabil - mun aftur heita sínu gamla nafni; Wallu Massenheim, næsta tímabil.

ÞÝSKA handknattleiksliðið Wallau Frankfurt sem breytti um nafn síðasta tímabil - mun aftur heita sínu gamla nafni; Wallu Massenheim, næsta tímabil. Þetta tilkynnti einn af

stofnendum og eigandi félagsins Bodo Strömann sem nú kemur á ný til starfa eftir árs veikindahlé. Hann segir að það að binda nafnið við Frankfurt hafi engu skilað og því muni félagið aftur taka upp sitt gamla nafn. Þá tilkynnti Strömann að framtíð félagsins væri trygg því nýir styrktaraðilar kæmu nú til liðs við Wallau næsta tímabil og myndu umsetningur liðsins aukast úr 120 milljónum í 170 næstu ár. "Við ætlum okkur á þremur árum að komast í heimsklassa á ný," sagði Strömann.