STARFSFÓLK Olíuverslunar Íslands, Olís, flutti í gær í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Sundagarða. Aðalstöðvar fyrirtækisins hafa verið við Héðinsgötu frá því undir lok níunda áratugarins er þær voru fluttar úr Hafnarstræti.

STARFSFÓLK Olíuverslunar Íslands, Olís, flutti í gær í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Sundagarða. Aðalstöðvar fyrirtækisins hafa verið við Héðinsgötu frá því undir lok níunda áratugarins er þær voru fluttar úr Hafnarstræti.

Starfsfólk fyrirtækisins mætti til flutninganna í gærmorgun og gekk fylktu liði úr Héðinsgötunni sem leið liggur yfir í Sundagarða. Fremst fóru Einar Benediktsson, forstjóri fyrirtækisins, og þau Margrét Guðmundsdóttir, sem unnið hefur í 47 ár hjá fyrirtækinu, og Gunnar Ásbjörnsson, sem hefur unnið þar í 43 ár. Bar Margrét tösku eina dýrmæta milli húsanna, en í henni var geymdur "andi hússins" sem forstjórinn hafði fangað með tilþrifum fyrr um morguninn. Sjálfur bar hann skófluna sem fyrsta skóflustungan að nýja húsinu var tekin með, inniskóna og fundagerðarbók fyrirtækisins.

Borgaryfirvöld sóttust eftir því að fáathafnasvæði Olís undir hafnarstarfsemi sína og því var ráðist í byggingu hins nýja húss, að sögn Einars. Það er stórt og veglegt, sjö hæðir og um 3.500 fermetrar. Þriðjungur er leigður út en aðalstöðvar fyrirtækisins eru að öðru leyti allar staðsettar í húsinu. Byggingartími þess var tæplega eitt og hálft ár.