GREIÐABÍLAR hf. hafa, í samstarfi við Olís, ákveðið að bjóða þá þjónustu að koma með bensín til þeirra sem í því lenda að bílar þeirra verða bensínlausir.

GREIÐABÍLAR hf. hafa, í samstarfi við Olís, ákveðið að bjóða þá þjónustu að koma með bensín til þeirra sem í því lenda að bílar þeirra verða bensínlausir. Bílstjórar geta hringt í síma Greiðabíla og kemur þá greiðabíll með 5 lítra af bensíni frá Olís innan skamms. Fyrir þessa þjónustu greiðast 1.500 krónur og er þá innifalinn akstur greiðabílsins, bensínið og þjónusta bílstjórans við að koma bensíninu á bifreiðina.

Þjónusta þessi er veitt á Stór-Reykjavíkursvæðinu; frá Mosfellsbæ til Straumsvíkur og að Litlu kaffistofunni, að því er segir í fréttatilkynningu.