Randulfssjóhús á Eskifirði.
Randulfssjóhús á Eskifirði.
SAMKVÆMT nýjum tillögum húsafriðunarnefndar og ákvörðunar menntamálaráðherra hefur Randulfssjóhús á Eskifirði nú verið friðað. Húsið var byggt árið 1890 og er einlyft timburhús. Það var flutt inn frá Noregi og er með áfastri bryggju.

SAMKVÆMT nýjum tillögum húsafriðunarnefndar og ákvörðunar menntamálaráðherra hefur Randulfssjóhús á Eskifirði nú verið friðað.

Húsið var byggt árið 1890 og er einlyft timburhús. Það var flutt inn frá Noregi og er með áfastri bryggju.

Að mati húsafriðunarnefndar er húsið í sérflokki sem vel varðveitt sjóhús frá 19. öld. Sjóhúsin eru flest horfin í dag og hefur þetta hús því mikið fágætisgildi. Í húsinu er nú starfrækt sjóminjasafn.