FLUTT var inn 1.641 notuð fólksbifreið til landsins á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Árið 1998 voru fluttir inn 1.465 notaðir fólksbílar og 1.581 árið 1997. Þrjár bíltegundir virðast vinsælastar til innflutnings.

FLUTT var inn 1.641 notuð fólksbifreið til landsins á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Árið 1998 voru fluttir inn 1.465 notaðir fólksbílar og 1.581 árið 1997.

Þrjár bíltegundir virðast vinsælastar til innflutnings. Nærri fjórðungur allra innfluttra notaðra fólksbíla er af gerðinni Mercedes-Benz, alls 386 bílar, (23,52%), og annar fjórðungur af gerðinni Chrysler, alls 379 bílar, (23,10%). Fluttir voru inn 206 notaðir BMW-bílar, sem er 12,55% af heildarinnflutningi notaðra bíla, 91 Ford, 90 Toyota-bílar og 82 Nissan.

Flestir innfluttir, notaðir bílar eru með 2.000-2.499 rúmsentímetra vélum, alls 535 bílar, og 516 bílar eru með 3.000 rúmsentímetra vélum eða stærri.