EVRÓPUÞINGIÐ hefur samþykkt tilskipun um að bílaframleiðendur beri allan eða mestan hluta kostnaðar við endurvinnslu á bílum. Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eiga þó eftir að fara yfir tilskipunina og samþykkja hana.

EVRÓPUÞINGIÐ hefur samþykkt tilskipun um að bílaframleiðendur beri allan eða mestan hluta kostnaðar við endurvinnslu á bílum. Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eiga þó eftir að fara yfir tilskipunina og samþykkja hana.

Margot Wallström, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn ESB, segir að tilskipunin, sem aðildarríkin verða að setja í landslög, muni hvetja bílaframleiðendur til að framleiða umhverfisvænni bíla.

Wallström sagði ennfremur að tilskipunin myndi ekki hamla samkeppni meðal evrópskra bílaframleiðenda. Hún telur að kostnaður við endurvinnslu bíls sé um 1% af kostnaði nýs bíls.