Mönnum hefur orðið tíðrætt um flugfargjaldafrumskóginn. Á undanförnum árum hefur reglum og skilyrðum fækkað, farþegum til hagsbóta. Oft sér maður ekki spaugilegu hliðina á hlutunum fyrr en eftir á.

Mönnum hefur orðið tíðrætt um flugfargjaldafrumskóginn.

Á undanförnum árum hefur reglum og skilyrðum fækkað, farþegum til hagsbóta. Oft sér maður ekki spaugilegu hliðina á hlutunum fyrr en eftir á. Inger Anna Aikman brosti þegar hún rakst á brandara þar sem þeirri spurningu var varpað fram hvaða skilyrði flugfélög myndu setja ef ætlunin væri að kaupa málningu hjá þeim.

Málningarkaup í málningarvöruverslun

Viðskiptavinur: Góðan daginn. Hvað kostar málningin hjá þér?

Afgreiðslumaður: Við erum með tvo flokka af plastmálningu. á 820 krónur og 1.050 krónur.

Viðskiptavinur: Ég ætla að fá fimm lítra af þessari venjulegu.

Afgreiðslumaður: . Það gera 4.100 krónur.

Málningarkaup hjá flugfélagi

Viðskiptavinur: Hvað kostar málningin hjá þér?

Afgreiðslumaður: Það fer eftir ýmsu. Það eru ótal atriði sem hafa áhrif á verðið.

Viðskiptavinur: Heldurðu að þú getir gefið mér meðalverð?

Afgreiðslumaður: Það er nú snúið. Lægsta verðið er 700 krónur á lítra en svo erum við með 150 mismunandi verð alveg upp í 14.000 krónur á lítra.

Viðskiptavinur: Og hver er munurinn á þessum málningartegundum?

Afgreiðslumaður: Það er enginn munur. Þetta er allt sama málningin.

Viðskiptavinur: Ég ætla að fá fimm lítra af 700 króna málningunni.

Afgreiðslumaður: Ja, fyrst verð ég að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvenær ætlarðu að nota þessa málningu, til dæmis?

Viðskiptavinur: Eh, ég á frí á morgun og ætli ég drífi ekki í að mála þá.

Afgreiðslumaður: Ja, því miður er málningin fyrir morgundaginn á 14.000 krónur lítrinn.

Viðskiptavinur: Hvenær yrði ég að mála til að fá 700 króna málningu?

Afgreiðslumaður Eftir þrjár vikur. Og þú yrðir að lofa því að þú myndir byrja að mála á föstudegi.

Viðskiptavinur: Þú ert að grínast!

Afgreiðslumaður: Því miður, við grínumst ekki hér. Svo yrði ég að athuga hvort ég á einhverja 700 króna málningu áður en ég get selt þér hana.

Viðskiptavinur: Hvað meinarðu? Þú ert með næga málningu.

Afgreiðslumaður: Já, já, en þótt þú sjáir hana - þá þýðir það ekki endilega að hún sé til. Við seljum bara ákveðinn lítrafjölda á ákveðnu verði um hverja helgi. Og núna var verðið að hækka í 920 krónur á lítrann.

Viðskiptavinur Hækkaði verðið meðan töluðum saman?

Afgreiðslumaður: Já, við breytum verði og reglum oft á dag og þar sem þú ert ekki kominn með málninguna í hendur ákváðum við að breyta reglunum og hækka verðið í leiðinni. Svo ef þú vilt ekki lenda í þessu aftur þá myndi ég flýta mér að kaupa þá málningu sem þarf. Hvað þarftu marga lítra?

Viðskiptavinur: Ég er ekki alveg viss. Sennilega fimm lítra. Ætli ég kaupi ekki sex lítra bara svona til að vera viss.

Afgreiðslumaður: Neeeeiii, þú mátt það ekki. Sko, ef þú kaupir málninguna en notar hana ekki þá er hægt að sekta þig og jafnvel gera upptæka þá málningu sem þú hefur ekki notað.

Viðskiptavinur: En hvað varðar ykkur um hvort ég nota málninguna? Ég er búinn að borga ykkur fyrir hana!

Afgreiðslumaður: Það þjónar engum tilgangi að æsa sig.

Viðskiptavinur: Þetta er bilun! Ég geri ráð fyrir að það myndi eitthvað hræðilegt gerast ef það kæmu óvænt gestir og ég gæti ekki málað

Afgreiðslumaður: Já, ég er hræddur um það.

Viðskiptavinur: Fyrirgefðu, nú er mér nóg boðið. Ég fer annað og kaupi mína málningu.

Afgreiðslumaður: Það þýðir ekkert. Við erum nefnilega allir með sömu reglurnar.