Hvítur á leik Ungverski stórmeistarinn Gyula Sax var meðal fremstu stórmeistara heims fyrir um áratug en síðan hefur skákferill hans verið æði skrykkjóttur.
Hvítur á leik

Ungverski stórmeistarinn Gyula Sax var meðal fremstu stórmeistara heims fyrir um áratug en síðan hefur skákferill hans verið æði skrykkjóttur. Hinsvegar getur hann enn bitið hressilega frá sér og dæmi um það er meðfylgjandi staða þar sem hann hafði hvítt gegn Kent Aenskog á Rilton Cup mótinu. 22.Ha6! Dxa6 Svartur tapar drottningunni fyrir hrók og mann eftir þetta, en ef hvítum væri leyft að drepa með hrók á e6 væri sókn hans einnig óstöðvandi. 23. Bxb5+ Dxb5 24. Dxb5+ Kf8 25. Bd2 Hc2 26. Db8+ Hc8 27. Dd6 Hc6 28. Dd8+ Kf7 29. Re5+ Svartur gafst upp.