Meckstroth og Rodwell hafa greinilega verið í góðu formi á HM á Bermúda: Þeir urðu langefstir í paraútreikningi undankeppninnar og þegar litið er á helstu sveifluspilin í útsláttarleikjunum virðast þeir hafa verði með stóra skóflu og mokað inn stigum.

Meckstroth og Rodwell hafa greinilega verið í góðu formi á HM á Bermúda: Þeir urðu langefstir í paraútreikningi undankeppninnar og þegar litið er á helstu sveifluspilin í útsláttarleikjunum virðast þeir hafa verði með stóra skóflu og mokað inn stigum. Hér er dæmigert spil með þeim félögum frá undanúrslitaleiknum við bandarísku B-sveitina:

Vestur gefur; allir á hættu.

Norður

10

ÁK9876542

K

103

Vestur Austur
ÁK3 G8542
103 --
962 ÁDG108
K9742 DG6

Suður

D976

DG

7543

Á85

Vestur Norður Austur Suður
Rodwell Stansby Meckstr. Martel
Pass 4 lauf* Dobl 4 hjörtu
4spaðar!! Pass Pass 5 hjörtu
Dobl Pass Pass Pass
Opnun Stansbys á fjórum laufum sýndi 8 slaga hönd í hjartasamningi (Namyats) og dobl Meckstroths í austur var til úttektar á fjögur hjörtu. Þetta eru þekktar aðferðir, en það sem skipti í raun sköpum var ákvörðun Rodwells að segja fjóra spaða á þrílitinn. Hann gat svo sem ekki búist við nema fjórlit í spaða á móti, en ef enginn doblar er áhættan ekki svo mikil. Þrátt fyrir slæma legu í spaðanum vinnast fjórir spaðar í AV, svo Martel gerði kannski vel í því að fara í fimm hjörtu. En sá samningur var auðvitað dauðadæmdur frá upphafi, því vörnin átti alltaf heimtingu á þremur slögum. Í lokaða salnum opnaði Bob Hamman á fjórum hjörtum og austur doblaði. Sú sögn kom til Wolfsons í vestur og hann ákvað að sitja sem fastast. Hamman tók sína tíu slagi og 790, sem gerði 14 IMPa þegar við bættust 200 frá sveitarfélögunum í opna salnum.