Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir í hlutverkum sínum í Rósu frænku.
Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir í hlutverkum sínum í Rósu frænku.
STOPPLEIKHÓPURINN er að leggja upp í leikferð um Norðurland eystra með leikritið Rósu frænku en hópurinn mun á næstunni sýna þrjú verk í grunnskólum og kirkjum landsins.

STOPPLEIKHÓPURINN er að leggja upp í leikferð um Norðurland eystra með leikritið Rósu frænku en hópurinn mun á næstunni sýna þrjú verk í grunnskólum og kirkjum landsins.

Rósa frænka er eftir Valgeir Skagfjörð og fjallar um auglýsingagerðarmanninn Baldur og Rósu frænku pistlahöfund og hjúkrunarfræðing. Þau hittast á kaffihúsi og taka tal saman, meðal annars um kynfræðslu fyrir unglinga.Leikendur eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir en leikstjóri Jón Stefán Kristjánsson.

Sýningar nyrðra verða sem hér segir: Mánudag 7. febrúar: Brekkuskóla á Akureyri kl. 8.45. 10 og 11.15. Þriðjudag 8. febrúar: Síðuskóla á Akureyri kl. 9.40 og 11.15. Glerárskóla á Akureyri kl. 13.10. Miðvikudag 9. febrúar: Svalbarðseyri kl. 9, Ólafsfirði kl. 12, Dalvík kl. 14. Fimmtudagur 10. febrúar: Húsavík kl. 9.30, Hafralækjarskóla kl. 11.30.

Sýningar á Rósu frænku eru alls orðnar um eitt hundrað. Þeim fer nú að ljúka.

Ósýnilegi vinurinn og Á-kafi

Á næstunni hyggst Stoppleikhópurinn taka upp að nýju sýningar á leikritinu Á-kafi eftir Valgeir Skagfjörð en það var frumsýnt fyrir tveimur árum. Leikritið fjallar á kaldhæðnislegan hátt um tóbaksreykingar unglinga og fullorðinna og verður nú boðið nýjum árgöngum skólanna. Leikendur eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir en leikstjóri er Valgeir Skagfjörð

Þá mun Stoppleikhópurinn sýna barnaleikritið Ósýnilegi vinurinn í leikskólum og kirkjum landsins á næstunni.

Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 1-8 ára. Leikgerðin, sem er eftir Eggert Kaaber, er byggð á bók eftir Kari Vinje og Vivian Zahl Olsen. Fjallar verkið um kynni og vináttu tveggja krakka. Tónlist samdi Valgeir Skagfjörð en leikendur eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.