VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum sögðu í gær að ein öflugasta tölva heims hefði rakið uppruna algengustu alnæmisveirunnar (HIV-1) aftur til áranna í kringum 1930.

VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum sögðu í gær að ein öflugasta tölva heims hefði rakið uppruna algengustu alnæmisveirunnar (HIV-1) aftur til áranna í kringum 1930. Hópur vísindamanna í Nýju Mexíkó notaði tölvulíkan til að kortleggja þær stökkbreytingar sem átt hafa sér stað í alnæmisveirunni og til að reikna út hvenær hún hafi borist úr öpum í menn. Rannsóknin staðfestir fyrri tilgátur um hvenær veiran hafi byrjað að leggjast á fólk.

"Það er mikilvægt að tímasetja upphaf alnæmisplágunnar til að afla skilnings á því hvernig veiran berst úr dýrum í menn og hversu hratt hún þróast í mönnum," sagði í yfirlýsingu frá hópnum í gær.

Vísindamenn telja að HIV-1-veiran, sem um 40 milljónir jarðarbúa eru sýktir af, hafi þróast úr svipaðri veiru sem lagðist á simpansa í Vestur-Afríku. Margir íbúar í Vestur-Afríku veiða sér simpansa til matar og er talið að veiran hafi borist í menn úr blóði apanna.