OPEL Precept er hugmyndabíll sem sýndur var á bílasýningunni í Detroit. Bíllinn er með tvinnvél, rafmótor sem knýr framhjólin og 1,3 lítra forþjöppudísilvél CDI, 54 hestafla, sem knýr afturhjólin.
OPEL Precept er hugmyndabíll sem sýndur var á bílasýningunni í Detroit. Bíllinn er með tvinnvél, rafmótor sem knýr framhjólin og 1,3 lítra forþjöppudísilvél CDI, 54 hestafla, sem knýr afturhjólin. Bíllinn státar af minnstu loftmótstöðu sem nokkurn tíma hefur mælst í fimm manna, fernra dyra fólksbíl, vindstuðullinn er 0,163. Bíllinn, sem er að stórum hluta smíðaður úr áli til að draga úr þyngd hans, er sagður komast 100 km á 2,94 lítrum af olíu.