Kostnaðurinn við að setja evru-seðla og -mynt í umferð í stað gjaldmiðla aðildarríkja evrópska myntbandalagsins, sem nú eru ellefu, mun nálgast 500 milljarða evra, andvirði 36.

Kostnaðurinn við að setja evru-seðla og -mynt í umferð í stað gjaldmiðla aðildarríkja evrópska myntbandalagsins, sem nú eru ellefu, mun nálgast 500 milljarða evra, andvirði 36.500 milljarða króna, að mati stórra evrópskra fyrirtækja sem gert hafa athugun á þessum kostnaði.

Samkvæmt frásögn í Financial Times og vitnað er til í vefútgáfu þýzka blaðsins Die Welt, reikna fyrirtæki, sem innt voru álits, með því að þurfa að meðaltali að axla kostnað upp á 56 milljónir evra, andvirði rúmlega fjögurra milljarða króna, vegna gjaldmiðilsskiptanna. Þrátt fyrir þetta reikna sex af hverjum tíu fyrirtækjum með því að langtímaáhrif myntbandalagsins verði góð.