BREZKIR leikfangasalar hafa kosið legókubbana leikfang tuttugustu aldarinnar og urðu þeir á lokasprettinum hlutskarpari en bangsinn, barbídúkkan og Karlinn í krapinu (Action Man). Matador var kosið spil aldarinnar og jójó mesta leikfangaæðið.

BREZKIR leikfangasalar hafa kosið legókubbana leikfang tuttugustu aldarinnar og urðu þeir á lokasprettinum hlutskarpari en bangsinn, barbídúkkan og Karlinn í krapinu (Action Man). Matador var kosið spil aldarinnar og jójó mesta leikfangaæðið.

Legókubbarnir eru danskir að uppruna og komu þar fyrst á markað 1932, en höfundur þeirra er Ole Kirk Christiansen. Matadorspilið kynnti Charles Darrow fyrst í Bandaríkjunum 1933. Jójóið er forngrískt fyrirbrigði, en aðaljójóæðið gekk yfir Bretland um 1930.